24.04.1946
Sameinað þing: 38. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í D-deild Alþingistíðinda. (4205)

240. mál, svíþjóðarbátar

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Vegna þess hve áliðið er þings, vildi ég beina því til hæstv. forseta, hvort ekki sé hægt að halda fundi áfram í Sþ. eftir deildafundi, til þess að koma þessu máli til n., svo að málið fengi þinglega afgreiðslu. Það ætti ekki að þurfa að taka langan tíma. Og það er ekki hvað sízt þörf á því, að það fari til n. sem fyrst, þegar athugað er það, sem hæstv. ráðh. benti réttilega á, að n. þyrfti að kynna sér alla málavöxtu rækilega, en það er algerlega ómögulegt nema málið komist til n. í kvöld.