12.10.1945
Neðri deild: 7. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í C-deild Alþingistíðinda. (4235)

8. mál, verðlagning landbúnaðarafurða o.fl. (viðauki)

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Herra forseti. Þetta frv. á þskj. 8 er staðfesting á brbl., sem gefin voru út 29. sept. s. l., og var þetta gert frekar til varúðar en vegna þess, að það gæti beint talizt nauðsynlegt. Þegar það kom ákveðið verðlag, var talið eðlilegt, að eitthvað lægra verð væri á þeirri mjólk, sem seld var beint frá neytendum, en þeirri, sem seld var frá mjólkurbúum, vegna þess að það er meiri kostnaður við þá mjólk, sem hefur verið hreinsuð. En hins vegar þótti orka tvímælis, hvort samkv. 1. væri hægt að ákveða mismunandi verð á mjólk innan sama verðjöfnunarsvæðis. En til vonar og vara bættist aftan við 1. tölul. 6. gr.málsgr., þar sem heimilað er að ákveða verðlag á nýmjólk mismunandi eftir því, hvort hún er seld frá mjólkurbúum eða beint frá framleiðendum til neytenda.

Ég leyfi mér að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til landbn.