12.12.1945
Sameinað þing: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2140 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Hermann Jónasson:

Mér þykir undarlegt, að hæstv. forsrh. skuli færast undan að gefa upplýsingar í þessu máli hér á hæstv. Alþingi. En þrátt fyrir það, þótt ekki megi ræða þetta mál hér, þá er talið leyfilegt að ræða það á sölum Alþingis og í útvarpið.

Ég tel, að meðferð sem þessi á utanríkismáli sé algerlega óþolandi. Ef það á að vera leynd um þetta mál, þá á að vera alger leynd um það, annars ræða það opinberlega. En ég geri ráð fyrir, að ef farið verður áfram með þetta mál sem hingað til, þá sé ekki hægt að líta á það sem leynd, og því sé öllum heimilt að ræða það opinberlega. Ég vil beina því til hæstv. forsætis- og utanríkisráðh., hvort ekki sé fært að birta skýrslur um málið, en ég tel það nauðsynlegt.