28.03.1946
Sameinað þing: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 365 í D-deild Alþingistíðinda. (4354)

161. mál, samgöngubætur í Barðastrandarsýslu

Frsm. minni hl. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti. Ég vil bara benda hv. þm. Barð. á það, að það hefur nú verið reiknað út fyrir öll þau ár, sem ég var form. mjólkurverðlagsn., að mjólkurverðið, sem bændur fengu árlega, svarar sem næst til þess verðs, er þeir hefðu fengið, ef þá hefði verið til sex manna nefndar ráð, og þeir látnir fá það. Við reyndum alltaf, sem þá vorum í mjólkurverðlagsnefnd, að hafa mjólkurverðið það hátt, að bændur hefðu líkar árstekjur og verkamaðurinn, og það sést nú, að þetta hefur okkur tekizt langt fram yfir vonir.