24.04.1946
Sameinað þing: 38. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í D-deild Alþingistíðinda. (4364)

210. mál, herstöðvamálið

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég skal að þessu sinni ekki fara mörgum orðum um þessa till., en láta mér nægja að segja það, að ég tel, að hér sé farið fram á málsmeðferð, sem ekki sé í samræmi við umgengni milli vinsamlegra þjóða. Ég tel alveg sjálfsagt, að slík till. sé athuguð í utanrmn., og mun ég þar gera grein fyrir, á hverju ég byggi þessa skoðun mína, þó að ég þurfi þess ekki. Ég legg því til, að umr. sé frestað og málinu vísað til utanrmn.