29.04.1946
Sameinað þing: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í D-deild Alþingistíðinda. (4399)

210. mál, herstöðvamálið

Magnús Jónsson:

Með skírskotun til umr. þeirra, er fram hafa farið um málið, og upplýsinga þeirra, sem gefnar hafa verið og fyrir liggja í því, legg ég til, að till. á þskj. 634 verði afgr. með svo hljóðandi rökstuddri dagskrá :

„Með því að ríkisstj. hefur skýrt þjóðinni frá þessu máli, og með því að Alþ. getur ekki fallizt á einstök atriði tillögu þessarar, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá.“

Ég leyfi mér síðan að afhenda hæstv. forseta hina skriflegu tillögu.