12.12.1945
Sameinað þing: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2140 í B-deild Alþingistíðinda. (44)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Gunnar Thoroddsen:

Ég vil segja fáein orð út af ummælum hv. þm. Str. Í máli hans gætti misskilnings á því, hvað væri opinbert og heimilt að ræða opinberlega. Þetta mál hefur legið fyrir undanfarin ár og hefur verið rætt í blöðum. Ég tel leyfilegt, bæði fyrir þingmenn sem utanþingsmenn, að ræða svo stórt atriði sem þetta hvar sem er, og get ekki ætlað, að um slíkt sé hægt að deila. Á svölum Alþingis ræddi ég þetta efnislega eins og það hefur áður verið rætt. Þetta eru opinberir hlutir, og ég álít, að ég hafi ekki brotið neina leynd með orðum mínum. Og hv. þm. Str. ætti að líta á þskj. 251 og frhgrg. á þskj. 311, en þar segir m. a.:

„Bandaríkin hafa boðið Íslandi að framlengja herverndarsáttmálann, og hefur íslenzka þjóðin ekki enn svarað þeirri málaleitun.“