29.04.1946
Sameinað þing: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í D-deild Alþingistíðinda. (4400)

210. mál, herstöðvamálið

Stefán Jóh. Stefánsson:

Um leið og ég lýsi yfir því, að ég er samþ. dagskrártill., vil ég taka fram, út af ummælum hæstv. menntmrh. og hv. 6. landsk., að í skilaboðum þeim, er frá fundi Alþfl. komu, var enginn tvískinnungur, heldur lagði hann til, að eigi yrði gengið til umr. um málaleitanir Bandaríkjastjórnar um leigu á herstöðvum til langs eða skamms tíma, en hvorki meira né minna fólst þar í.