11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í D-deild Alþingistíðinda. (4466)

117. mál, sænsk timburhús

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Mér skildist á hv. flm., að hann jafnvel fremur óskaði þess að þessu máli væri vísað til ríkisstj., en mér skilst, að það hafi ekki verið hans eindregin tilmæli. En ég vil veita honum hjálp með það. Mér skilst, að ríkisstj. hafi þessi mál til meðferðar, og þykir mér það sjálfsagt og eðlilegt, því að ríkisstj. hefur aðstöðu til að fá langbezt yfirlit um slíkt mál sem þetta og bezta aðstöðu til að gera allt, sem bezt hentar og sem skjótast í þessu efni. — Ég geri það að till. minni, að máli þessu verði vísað til ríkisstj.