11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í D-deild Alþingistíðinda. (4467)

117. mál, sænsk timburhús

Flm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Að ég hafði orð á því, að ég gæti sætt mig við, að þáltill. þessari væri vísað til ríkisstj., byggðist á sömu forsendum og hv. 1. þm. Árn. tók fram. Svo að þótt hann vilji aðstoða mig, þá er það meira af stuðningi við aðaltill., að hann gerir þá till., sem hann lýsti. Ég treysti hæstv. félmrh. til þess að láta þessa rannsókn fara fram, því að ég veit, að hann hefur fullan áhuga á því, svo framarlega að till verði ekki felld. En á hvern annan veg sem þáltill. verður afgr., veit ég, að hæstv. félmrh. lætur rannsókn um þetta efni fara fram, eins og hann hefur áhuga á að gera. Þess vegna sagðist ég geta fallizt á þá afgreiðslu, að málinu yrði vísað til ríkisstj., þar sem nú eru tveir eða þrír mánuðir síðan málið var lagt fram á Alþingi.