11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í D-deild Alþingistíðinda. (4484)

130. mál, flutningur hengibrúar

Flm. (Bjarni Ásgeirsson) :

Ég ætla ekki að fara að karpa við hv. 2. þm. Rang. út af brtt., en ég vil aðeins benda á, að það er dálítið hlægilegt kapphlaup um þessa gömlu brú. Viðvíkjandi því, að hún hafi staðið lengi í þessu sérstaka héraði, þá vil ég taka það fram, að héraðið hefur ekki forgangsrétt að henni, þar sem það hefur fengið myndarlegustu og dýrustu brúna, sem byggð hefur verið hér á landi, í staðinn fyrir þessa gömlu brú. Viðvíkjandi flutningi á brúnni í annað hérað þá vita allir, að þegar búið er að taka hluti eins og þessa upp á bíl, þá munar það ekki miklu á kostnaði, hvort bíllinn fer með farangurinn einum km lengra eða skemmra.

Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, en vænti þess, að n. fái þetta til meðferðar og athugi málið gaumgæfilega.