23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í D-deild Alþingistíðinda. (4548)

137. mál, kaup á skipinu Pétursey

Frsm. (Skúli Guðmundsson) :

Út af ræðu hv. form. fjvn. bendi ég á, að allir nm. samþ. að vísa málinu til ríkisstj., og hafa þeir staðfest það með undirskrift sinni.

Hv. þm. V.-Sk. óskaði þess, að þessi þáltill. yrði samþ. eins og hún liggur fyrir. — Það er talið af sumum, að möguleiki væri á því að vernda skipið án þess að ríkisstj. kaupi það, en nefndarmenn telja það aðalatriðið, sbr. nál., og n. leggur til, að þessu máli verði vísað til ríkisstj. til frekari framkvæmda. Í fjvn. var aðeins minnzt á þetta skip, en ekki önnur. En það er rétt, að ástæða gæti verið til að athuga um varðveizlu fleiri skipa.