06.11.1945
Neðri deild: 22. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í B-deild Alþingistíðinda. (463)

5. mál, verðlagning landbúnaðarafurða o.fl. (heildarlög)

Frsm. 1. minni hl. (Jón Pálmason) :

Herra forseti. Þetta frv. var rætt ýtarlega við 1. umr., og skal ég því ekki fara mikið út í það. Ég legg til, að frv. verði samþ. með þeirri einu breytingu, sem n. hefur fallizt á um bráðabirgðalögin. Við leggjum þetta til, því að við álítum, að í því sé réttarbót og engin ástæða til annars en að samþ. það. Það er ein prentvilla í 3. gr. frv., 3 í staðinn fyrir 4, sem ég vona, að verði tekin til greina, þegar frv. verður endurprentað. Athugasemdir og mótmæli frá 2. minni hl. landbn. eru þannig, að ég sé ekki ástæðu til að ræða þau frekar, fyrr en frsm. þess hluta hefur skýrt afstöðu þeirra.