26.11.1945
Neðri deild: 39. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í C-deild Alþingistíðinda. (4674)

101. mál, lax- og silungsveiði

Flm. (Bjarni Ásgeirsson) :

Það, sem okkur hv. 1. þm. Árn. greinir á um, er það, hvort meiri hætta er sköpuð með því að leyfa þá veiði, sem farið er fram á í frv., eða þá veiði, sem þegar er leyfð. Ég tel hér tvímælalaust að um minni hættu sé að ræða með þeirri veiði, sem um ræðir í frv. Hv. 1. þm. Árn. benti á, að kaflar í ánum væru friðaðir og langt á milli netlaga, en ég hygg, að ekki geti orðið lengra á milli netlaga í ám en fjörðum, sem eru breiðir og kannske margar mílur á lengd. En eins og ákvæði laganna eru nú, er gengið á rétt þeirra, sem á ströndinni búa. Hann talaði um, að þau tæki, sem lagt væri til, að notuð yrðu, væru álíka og þau tæki, sem hættuleg hafa reynzt í öðrum löndum, en þar var þannig farið að, að stór svæði voru þurrkuð upp, en hér er einungis lagt til, að netin verði lögð þar, sem sjór fellur af.

Fari svo, að öll netveiði verði bönnuð, þá kemur það auðvitað jafnt við alla, og er ekkert við því að segja.