14.12.1945
Neðri deild: 53. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í C-deild Alþingistíðinda. (4715)

140. mál, nýbyggingarráð

Eysteinn Jónsson:

Í fyrsta lagi vildi ég benda hæstv. forseta á það, að varðandi þm. og ráðh., þá getur hann vitanlega beitt fortölum. Það er enginn vafi á því, að sumpart er þetta fyrir það, að hlutaðeigandi menn hafa ekki áttað sig á því, hvað er að gera á þeim fundi, og það er kannske svona hæfilegt á stjórnarandstöðuna og það, sem þeir eru að segja. En ég er ekki viss um, að menn geri sér grein fyrir því, að þetta mál heggur miklu dýpra en önnur mál, og ég vildi þess vegna álíta, að með leiðbeiningum gætu forsetar þingsins haft mikil áhrif í þessa átt. En ég vil segja annað. Forsetar þingsins hafa það á valdi sínu að láta ekki bjóða sér það að boða fundi í þinginu á sama tíma og stj. boðar fjölda manna á fund í utanrmn., sem hafði verið boðaður í, heyranda hljóði í gærkvöld. Á fundi eins og þessum, sem stj. hefur boðað í heyranda hljóði, eiga sæti 15 þm., síðan eru sett á dagskrá þd. hin þýðingarmestu mál. Ég skal játa, að það er fleira, sem þarf að laga, en þetta vildi ég alveg sérstaklega láta í ljós.