12.10.1945
Efri deild: 7. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í C-deild Alþingistíðinda. (4895)

17. mál, húsmæðrafræðsla í kaupstöðum

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason :

Það munu bráðlega verða lögð fram á Alþ. fyrstu frv., sem komu frá hendi mþn, í skólamálum, en frv. um húsmæðrafræðslu mun ekki verða eitt af þeim fyrstu. Ég býst þó við, að því verði bráðlega lokið, því að það er eitt af þeim málum, sem n. hefur til meðferðar. Mun þess þá að vænta, að innan skamms verði það lagt fyrir Alþ. Býst ég við, að þar verði tekið til athugunar það atriði, sem um ræðir í þessu frv. Vil ég beina því til hv. n. að athuga þessi mál í sambandi við þau frv., sem fram eru komin frá n. og er að vænta frá henni fljótlega og verða vonandi afgr. frá Alþ. nú á þessu þingi.