11.12.1945
Efri deild: 47. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 286 í C-deild Alþingistíðinda. (4932)

24. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Kristinn Andrésson:

Herra forseti. Viðvíkjandi því, sem hv. þdm. ræða um aukin útgjöld til húsmæðraskólanna vegna launal., vil ég benda á, að með fjárl. er ákveðið framlag til þessara skóla, sem svarar til hækkunarinnar, sem hefur orðið með launal., þannig að skólarnir standa nú ekkert verr að vígi en áður vegna launal. Það er þá aðeins um rekstrarkostnaðinn einan að ræða. En það er nógur tími til að taka ákvörðun um þá hlið málsins, þegar frv., sem ég nefndi áður, kemur frá hv. Nd.