11.12.1945
Efri deild: 47. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í C-deild Alþingistíðinda. (4938)

24. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Þetta mál er komið að síðustu umr., og ég vildi leggja til, að þessir kappsömu fylgjendur málsins sameinuðu sig um málið. Það er sjáanlegt, að ef frv. fer svona í gegn hér, verður það tafið í menntmn. Nd., þar til séð er, hvaða afgreiðslu hitt frv. fær í þessari deild. Ég held það séu því heppilegustu vinnubrögðin að stöðva þetta mál, þangað til hitt málið er komið til þessarar d. og komið til n., til þess að koma þar að þeim meginatriðum, sem þarf að koma þar að úr þessu frv., ef nokkuð ber á milli. Það bætir ekkert úr sjálfu málinu að vera að eyða tíma til þess að láta þessi frv. spilla hvort fyrir öðru. Mér finnst því eðlilegt, að þetta sé tekið til athugunar.

Í sambandi við það, sem hv. þm. Dal. talaði um, hina fjárhagslegu hlið, þá var það aðallega þess vegna, sem ég stóð upp. Ég vildi leyfa mér að upplýsa það hér, af hvaða ástæðum það er, að ekkert er enn komið inn í fjárlfrv. í sambandi við þessa skóla. Það er af þeim ástæðum, að við í fjvn. höfum ekki getað fengið að vita, hve há þessi upphæð er á húsmæðraskólana í landinu. Það sést ekki á þeim gögnum, s. 1. við höfum fengið frá skólunum, hve þetta Err hátt fyrir s. l. ár. Okkur vantar nægilegar upplýsingar til þess að geta sett þetta inn á fjárlfrv. En það má gera ráð fyrir, að þessar upplýsingar fáist næstu daga, og er þá gert ráð fyrir, að þetta verði tryggt fyrir árið 1946 á sama hátt og það var tryggt fyrir héraðsskólana og gagnfræðaskólana 1945. En þetta liggur hjá fræðslumálaskrifstofunni, og þegar við höfum fengið þær upplýsingar, ætti að vera tryggt, að þessir skólar komist inn í fjárlfrv., en þetta frv. verður ekki orðið að l. áður en fjárlagaafgreiðslan fer væntanlega fram.