31.10.1945
Efri deild: 18. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í C-deild Alþingistíðinda. (4972)

52. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt samkv. beiðni hæstv. dómsmrh., og hafa nm. óbundnar hendur um afgreiðslu málsins þrátt fyrir flutning þess. En frv. þetta er flutt að tilhlutun Kvenréttindafélags Íslands, og felur það í sér breytingu á réttarfarinu í barnsfaðernismálum, sem ætti að verða barnsmæðrum til mikils hægðarauka. Ég er ekki sannfærður um, að þessara lagabreytinga þurfi með, en allshn. taldi rétt að athuga þetta nánar á milli umr. Ég legg því til, þótt frv. sé flutt af allshn., að því verði vísað til allshn. og 2. umr.