31.10.1945
Efri deild: 18. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í C-deild Alþingistíðinda. (4977)

53. mál, verkfræðingar, húsameistarar, iðnfræðingar

Gísli Jónsson:

Ég vil í tilefni af frv. benda á, að í 2. gr. þess er farið fram á, að gerð verði talsverð efnisbreyt. á l., og er það því villandi, sem segir í grg. frv., að hér sé einungis um smávægilega breyt. að ræða.

Þetta er einmitt það, sem deilan hefur staðið um, hvort háskólagengnir menn einir megi kalla sig verkfræðinga eða einnig aðrir. Ef þetta yrði samþ., má því búast við, að síðar kæmu fram kröfur frá mönnum, sem ekki eru háskólagengnir, um að öðlast þessi réttindi. Ég vil einnig minna á, að á síðasta Alþ. var borin fram þáltill., þar sem farið var fram á, að allir þeir, sem nú stunda tæknislegt nám í Ameríku, fengju þessi réttindi.

Ég ætla ekki að deila um það, til hvaða n. ætti að vísa málinu, en tel það eiga heima í iðnaðarnefnd.

Ég vildi einungis leggja áherzlu á það, að það er mesti misskilningur, að hér sé um litla breyt. að ræða.