31.10.1945
Efri deild: 18. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í C-deild Alþingistíðinda. (4978)

53. mál, verkfræðingar, húsameistarar, iðnfræðingar

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

N. ber ekki ábyrgð á grg. frv., en ég tel það þó rétt, sem í grg. segir, að hér sé aðeins um smávægilega breyt. að ræða. Allir þeir, sem tóku próf eftir gildistöku l., mega ekki kalla sig verkfræðinga, en þeir, sem tóku sín próf áður en lögin tóku gildi og höfðu áður kallað sig verkfræðinga, njóti réttinda þeirra, sem þeir hafa haft. Ég tel því, að hér sé ekki um meginbreyt. að ræða, eins og hv. þm. Barð. sagði, heldur aðeins smávægilega breytingu.