06.12.1945
Efri deild: 46. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í C-deild Alþingistíðinda. (4980)

53. mál, verkfræðingar, húsameistarar, iðnfræðingar

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er flutt samkv. beiðni félagsins Tækni í bréfi, dags. 9. okt. síðastliðinn, í því skyni, að þeim mönnum, sem lokið hafa prófi við verkfræðiskóla eða tekniskan framhaldsskóla, gefist kostur á að kalla sig ingeniöra. Um þessa fyrri breyt. er enginn ágreiningur, en um seinni breyt. er það að segja, að Verkfræðingafélag Íslands leggur á móti henni. Allshn. telur rétt að fara milliveginn, og hefur hún lagt fram nál. á þskj. 276.