06.03.1946
Neðri deild: 81. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (4995)

53. mál, verkfræðingar, húsameistarar, iðnfræðingar

Gísli Sveinsson:

Ég sé enga ástæðu til að fara út í deilu um þetta, ég skýrði aðeins frá því, sem mér var kunnugt af reynslunni, ekki aðeins að forminu til, heldur af því, að ég hafði með þetta mál að gera og talaði mikið við stjórn verkfræðingafélagsins, sem gaf yfirlýsingu um það, að hún mundi breyta þessu á þann veg, að þessi hópur manna yrði tekinn með sambærilega við það, sem löggjöf yfirleitt líður. Þegar einhver nýmæli varðandi atvinnugrein eru sett í l. sem skilyrði fyrir einhverju, þá sé litið til þess, hverjir hafi stundað þessi störf fullum fetum áður. Þetta gerðist, eins og ég sagði, orðalaust, því að stjórn húsameistarafélagsins meira að segja tók þetta, sem boðið var, en verkfræðingafélagið þrjózkaðist við það næsta ár, og var mikill órói uppi og miklar samningaumleitanir fóru fram. En þær málaleitanir fengu enga niðurstöðu, vegna þess að ríkisstj. treysti sér ekki til að. færa slíkt fram vegna mótmæla félagsins.

Ég fullyrði, að orðið „ingeniör“ samsvarar orðinu „verkfræðingur“ á íslenzku.

Annars geri ég enga rellu út af þessu, en það verður að skapast svo sem lagaákvæði mæla fyrir.