27.11.1945
Efri deild: 38. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í C-deild Alþingistíðinda. (5073)

102. mál, iðnskóli í sveitum

Gísli Jónsson:

Ég stóð aðallega upp til þess að benda á, að ég teldi miklu heppilegra, að mál þetta færi til iðnn., þar eð þetta er fyrst og fremst iðnaðarmál og á þar heima, en mörg atriði í frv. snerta iðnaðarlöggjöfina. Ég ætlaði annars ekki að ræða þetta nánar, en tel þó, að ýmis atriði í frv. séu vafasöm og þurfi athugunar við, eins og ákvæðin um réttindi þessara manna. Ég vil benda á, að nauðsynlegt verður í sambandi við þetta mál að fara í gegnum iðnaðarlöggjöfina, og að í stað þess að vinna í 4 ár hjá meistara, ætti heldur hreinlega að kenna iðnnemum verklegt nám í 2 ár.

Vil ég svo að lokum óska þess, að málinu verði vísað til iðnn.