15.11.1945
Sameinað þing: 7. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 496 í D-deild Alþingistíðinda. (5187)

83. mál, rafveitulán fyrir Húsavíkurhrepp

Flm. (Jónas Jónsson) :

Herra forseti. Eins og hæstv. Alþ. er kunnugt, stendur til að leggja línu frá Laxárvirkjuninni til Húsavíkur næsta sumar. Mun þetta hafa mikla þýðingu fyrir kauptúnið og horfa til bóta. — Áætlað er, að verkið muni kosta 650 þús. kr., en hreppurinn treystir sér ekki til að leggja fram nema 150 þús., og er hér því farið fram á, að ríkissjóður ábyrgist ½ millj. kr. lán fyrir hreppinn. Þar sem þetta hefur tíðkazt, að ríkið hlaupi þannig undir bagga, vonast ég til, að máli þessu verði vel tekið og hljóti samþykki.