11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í D-deild Alþingistíðinda. (5229)

154. mál, rafveitulán fyrir Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Sandvíkurhreppa

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins benda á það, sem ekki kom fram í ræðu hv. flm., að almenn heimild um þetta er í hinu almenna frv. um raforkumál, sem nú hefur verið afgr. úr Nd., og ef það frv. verður samþ., er þessi till. óþörf. Ég vildi því leggja til, að n., sem fær málið til athugunar, ljúki ekki við það, fyrr en séð er, hvernig fer um almenna frv.