27.02.1946
Sameinað þing: 29. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í D-deild Alþingistíðinda. (5262)

179. mál, rafveitulán fyrir Borgarneshrepp

Flm. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Eins og kunnugt er, stendur yfir og hefur staðið yfir virkjun Andakílsár í Borgarfirði, og er því verki langt komið, svo að gera má ráð fyrir, að því verði lokið á næsta ári. Fyrirhugað er að leggja línur til Akraness og Borgarness og að teknir verði um leið nokkrir bæir í nærliggjandi sveitum. Þetta hefur í för með sér, að endurnýja verður rafmagnskerfi beggja þessara staða. Hefur þegar verið vísað til fjvn. till. um ríkisábyrgð fyrir innanbæjarkerfi Akraness, en þessi till., sem hér liggur fyrir, er um sama efni viðvíkjandi Borgarnesi og er flutt að beiðni oddvita Borgarness.

Ég tel, að málið á þessu stigi þurfi ekki meiri skýringar við. Ég vænti þess, að till. verði nú vísað til fjvn. að lokinni þessari umr. eins og öðrum till. um þetta efni.