09.10.1945
Neðri deild: 4. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (533)

1. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Frv. þetta á þskj. 1 er til staðfestingar á brbl., útgefnum 12. apríl s. l. Þetta frv. er kunnugt Alþ. Það hefur verið til meðferðar í þinginu á hverju ári í mörg ár. Stafar það af því, að ekki hefur tekizt að fullnægja ákvæðum skattalaganna um það að hafa skattaskrána tilbúna á þeim tíma, sem lögin mæla fyrir um. Mig minnir það sé 1. apríl úti á landi, en 20. apríl í Reykjavík. Og þar sem ekki hefur tekizt að hafa skattaskrárnar tilbúnar á tilsettum tíma, hefur orðið að breyta þeim fresti, sem skattal. gera ráð fyrir. Ég vil benda þeirri hv. n., sem fær þetta mál til athugunar, á það, að það er miklu heppilegra, að í eitt skipti fyrir öll sé heimild sett inn í skattal. fyrir ráðh., svo að hann geti breytt þessum fresti, heldur en að setja brbl. á hverju ári.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að frv. verði að lokinni umr. vísað til fjhn.