01.04.1946
Efri deild: 96. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 601 í B-deild Alþingistíðinda. (576)

158. mál, ríkisreikningurinn 1942

Gísli Jónsson:

Ég vil þakka hæstv. fjmrh. fyrir þessar upplýsingar. En í sambandi við þetta hefði ég gaman að spyrja fjhn. um það, hvað hún hafi gert í þessu atriði, þar sem sagt er, að till. hafi verið vísað til aðgerða Alþ. Það er hér í ríkisreikningunum 1., 9. og 12. aths., sem vísað er til aðgerða Alþ. alveg sérstaklega. Nú veit ég ekki, hvort sá háttur verður á hafður, að þetta verði formsatriði og ekki gert meira. En mér finnst, að það væri athugunarvert t. d. í sambandi við 12. aths., hvort fjhn. hefði átt að láta þetta fara framhjá sér og gera engar till. um, hvernig á að fara með þetta mál. Ég ætla ekki að fara að halda uppi málþófi um reikningana, en vildi heyra álit fjhn. um þetta atriði, hvort hún sér ekki ástæðu til að athuga þessi mál neitt nánar.