29.11.1945
Efri deild: 41. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 626 í B-deild Alþingistíðinda. (601)

4. mál, dýrtíðarvísitala

Magnús Jónsson:

Mér þykir leitt, að umr. var slitið um þetta mál, þótt það væri að nokkru sök okkar þm. sjálfra. Það, sem ég ætlaði helzt að segja, var viðvíkjandi ræðu hv. þm. Barð., það sem hann talaði utan við málið, um launalögin o. fl. Nú er fjmrh. hér ekki viðstaddur, og er því hálfóviðkunnanlegt að afgr. málið.

Ég er því meðmæltur, að fyrri brtt. á þskj. 167 verði tekin aftur, en sé ekki ástæðu til að taka síðari till. aftur.