03.12.1945
Efri deild: 43. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 626 í B-deild Alþingistíðinda. (607)

4. mál, dýrtíðarvísitala

Frsm. minni hl. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Þessari umr. var slitið svo hastarlega, að ég gat ekki fengið orðið í annað sinn, þótt ég hefði kvatt mér hljóðs. Skal ég ekki fara frekar út í það, en vil aðeins geta þess, að mér virtist hæstv. landbrh. taka vinsamlega í aðra brtt. mína og einnig hv. frsm. meiri hl. fjhn. Mun ég taka hana aftur og þær, sem standa í sambandi við hana. Það, sem tekið er aftur, er þá a-liður 1. brtt. og 2. og 3. till. Á hinn bóginn kemur b-liður 1. till. þessu máli ekki beint við, og sé ég ekki ástæðu til annars en að hann verði borinn upp.