13.12.1945
Efri deild: 48. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 643 í B-deild Alþingistíðinda. (620)

4. mál, dýrtíðarvísitala

Frsm. meiri hl. (Haraldur Guðmundsson) :

Ég vildi aðeins, áður en gengið er til atkvgr. um brtt., vekja athygli á því, að ef brtt. meiri hl. fjhn. á þskj. 305 verða ekki samþ., þá getur 2. mgr. 1. gr. frv. ekki staðizt, eins og komið hefur fyrr fram í umr., því að það er sama orðalag í þeirri mgr. eins og í brtt. n., að heimilt er, ef vara er seld með tvenns konar verði, að miða í útreikningi vísitölunnar við lægra verðið, og er það bundið við það, að niðurgreiðslur hafi farið fram úr ríkissjóði. En sú vörutegund, sem fyrst og fremst er verið að hugsa um, er smjörið. Þetta orðalag nær ekki til þess, því að þar er ekki um neinar niðurgreiðslur að ræða, heldur aðeins útlent smjör með lægra verðinu.

Mér þótti rétt að vekja athygli hv. dm. á þessu, áður en gengið er til atkvgr. Að öðru leyti skal ég svo ekki lengja umr. um málið.