28.03.1946
Efri deild: 94. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 679 í B-deild Alþingistíðinda. (670)

2. mál, eignarnám lóðarréttinda og mannvirkja á Siglufirði

Frsm. (Steingrímur Aðalsteinsson):

Ég vildi segja, að sá aðili, sem ábyrgðina ber á setningu laganna, setti þau án þess að hafa hugmynd um, hvort þess væri nauðsyn eða ekki, enda lágu upplýsingar ekki fyrir. Mér finnst það ekki rétt hjá hv. þm., er hann sagði. L. voru sett samkv. beiðni stjórnar síldarverksmiðjanna. — Hæstv. ráðh. treysti því, að aðili sá, er settur hefur verið af hálfu ríkisvaldsins til þess að stjórna þessum fyrirtækjum, gerði það á viðunandi hátt, og tekur umsögn hans gilda. En sá aðili er að sjálfsögðu ábyrgur gerða sinna.