11.04.1946
Neðri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 681 í B-deild Alþingistíðinda. (679)

2. mál, eignarnám lóðarréttinda og mannvirkja á Siglufirði

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. Ég tek aðeins til máls til þess að benda á, að nú er það komið fram í þessu máli, sem ég sagði fyrir og sagði einmitt hv. 2. þm. Eyf. á dögunum, þegar hann margsnerist í málinu, og þó að hann hafi e. t. v. ætlað sér að vernda eignarréttinn svo mikið, að ekki yrði tekin öll Reykjavík eignarnámi fyrir erlenda menn, heldur líka þegar til kom, var hann með hverju, sem fram skyldi venda í þeim efnum. Loks féllst hann á, að taka skyldi eignarnámi, algerlega óaðspurt, hverfi í þessum bæ, án þess að nokkur tilraun hefði verið gerð til þess, þegar frv. var til umr. hér, að vita, hvort hægt væri að fá einn eða annan stað í bænum með samkomulagi og samþ. um þá staði við hlutaðeigendur. Svona er rétt, að rekist á. Og þó að ég sé hv. 2. þm. Eyf. alveg sammála í þessu, sem hann nú sagði, eins og ég var honum sammála, þegar hann var með sitt nál., ... .... .