11.04.1946
Neðri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í B-deild Alþingistíðinda. (681)

2. mál, eignarnám lóðarréttinda og mannvirkja á Siglufirði

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. Það var kunnugt á sínum tíma, hvernig allshn. hraktist frá einu til annars í þessu máli. Og ég hrósa hv. 2. þm. Eyf. fyrir það, að hann er á þeirri skoðun, að svo má ekki fara eins og 5. gr. frv. vill vera láta. En hans rökstuðningur fyrir þessu er, að ráðh. setti hnefann í borðið. En ég veit ekki betur en hér í þessu máli séu nefndir ákveðnir staðir. Það er viss staður og vissar lóðir við tjörnina, svo að þetta er a. m. k. alls ekki verra, sem hér er um að ræða, heldur en það, sem gengið var inn á áður af hv. 2. þm. Eyf.