11.04.1946
Neðri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í B-deild Alþingistíðinda. (683)

2. mál, eignarnám lóðarréttinda og mannvirkja á Siglufirði

Gísli Sveinsson:

Það er aðeins örstutt athugasemd. Það er mesti misskilningur, að það hafi nokkra þýðingu, hvort fyrirmæli eru um það, að samkomulag skuli reyna eða ekki, því að það er hægt bara fyrir siðasakir að reyna það, og fullnægja því þá eins og hv. 2. þm. Eyf. hefur gert. Og það hefði ekki átt að lögbjóða neitt um eignarnámsheimild, fyrr en búið væri að reyna að ná samkomulagi um lóð undir hótelið hér í þessum bæ. Og alveg eins er það í þessu tilfelli, að það hlýtur að hafa verið reynt að fara þá leið, hvort lóðirnar fengjust ekki fyrir það verð, sem samkomulag gæti náðst um. Annað hefur sjálfsagt ekki verið gert í þessu atriði, og annað verður sjálfsagt ekki gert um hitt atriðið, það vitum við báðir.