15.03.1946
Efri deild: 85. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (736)

115. mál, tunnusmíði

Atvmrh. (Áki Jakobsson) :

Það er auðheyrt, að hv. þm. Barð. er ókunnugt um atvinnuástand norðanlands. Ég skal upplýsa hann um það, að fólkið flýr bókstaflega yfir veturinn frá Akureyri og Siglufirði, af því að atvinnu vantar, og er það vitanlega miklu stærra atriði fyrir viðkomandi bæjarfélög að ráða bót á því en að halda við það, að þessi fyrirtæki greiði skatt. Ég tel, að skilyrðum 1. gr. sé fullnægt, ef fyrirtækið ber sig, þótt því sé ívilnað í útsvari og sköttum. Ef hagnaður verður sýnilega, má lækka tunnuverðið, og kemur það þá til góða síldarsaltendum. Erlendis mun það víðast þannig, að fagmenn, sem vinna að vetrinum í verksmiðjunum, vinna að sumrinu á síldarplönunum sem beykjar o. fl., og þannig yrði það vitanlega á Siglufirði.

Viðvíkjandi því, sem þm. Barð. sagði um, að breyta þyrfti 1. og 2. gr., þá virðist mér það alls kostar óþarft, þar sem þar er um tvenns konar ákvæði að ræða.