05.04.1946
Neðri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2151 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Eysteinn Jónsson:

Fyrir nokkru kom ég með fyrirspurn út af flugvelli þeim, sem Bretar hafa. Ég hef séð það, að Bretar hafi ætlað að afhenda flugvöllinn í marzmánuði. Nú vil ég spyrja hæstv. ráðh., hvort ríkisstj. ætli ekki að leggja fyrir þingið frv. um það, hvernig rekstri þessa flugvallar verður fyrir komið. Það verður að hafa föst lagafyrirmæli fyrir þessu, og svo eru ýmis atriði, sem þurfa að glöggvast: Ég vil nú spyrja hæstv. ráðh., hvernig þessu er varið. Eru Bretar búnir að afhenda flugvöllinn eða ætla þeir að gera það á næstunni, og verður ekki lagt fyrir þingið frv. um þetta?