05.04.1946
Neðri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2153 í B-deild Alþingistíðinda. (79)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Atvmrh. (Áki Jakobsson) :

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að halda því fram, að flugmálastjóri hafi vald til þessa. En það er ekki ástæða til að gera mikið úr þessu, þar eð það var aðeins gert til bráðabirgða. Það var búizt við því, að enska stjórnin mundi á sínum tíma snúa sér til ríkisstj. hér um, að gerður verði sams konar loftleiðasamningur og gerður var við Svíþjóð.

Enn fremur hefur verið veitt leyfi til þess, að franskar flugvélar, er koma frá Ameríku, megi hafa hér viðkomu, en þó aðeins til þess að taka eldsneyti.

En vitanlega mun það verða lagt fyrir Alþ., ef ný ríki koma til sögunnar. Að lokum vil ég svo láta þess getið, að formlega séð var leyfi flugmálastjóra gert með vitund og samþykki tveggja ráðherra.