15.04.1946
Efri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (865)

168. mál, gistihúsbygging í Reykjavík

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Mér sýnist þetta undanþágumál vera að komast inn á heldur kátlegan grundvöll. Ef hlutafélagsform verður haft, verður að veita undanþágu frá hlutafélagalögunum. En ef þessir 3 aðilar, ríki, bær og Eimskipafél., ráða yfir sama fjármagni í þessu, þá sé ég ekki, hverju það skiptir, hvort þeir ráða yfir 1/5 eða 1/3 atkvæðamagns, og efast ég um, að þessi brtt. sé til bóta. En ef gengið er út frá því, að þarna kæmu fleiri hluthafar inn og framlögin yrðu misjöfn, þá finnst mér hæpið að takmarka atkvæðisrétt ríkissjóðs, því að það er augljóst, að ríkissjóður ræður ekki yfir meiri hluta atkv. í félagsskapnum. Ég teldi æskilegt, að frv. yrði samþ. óbreytt eins og það nú er.