28.02.1946
Efri deild: 74. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

9. mál, áhrif kjötverðs á framfærsluvísitölu

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Það, sem hv.1. þm. Eyf. spyr um, er ekkert leyndarmál. Það er verið að reyna að semja við fulltrúa alþýðusamtakanna um þetta. Það er eftir kröfu frá þeim um að hafa fleiri en fjórar greiðslur á ári. En það eru ýmis vandkvæði í sambandi við þessa útborgun, sem gera það að verkum, að kjötútborganaskráin verður aldrei eins nákvæm og ætti að vera. Ef verklýðsfélögin sætta sig við, að greiðslur kjötuppbóta dragist til þess tíma, er skattskýrslur allar verða komnar inn, sem er í júní eða júlímánuði, þá er það áreiðanlega miklu heppilegra fyrirkomulag í framkvæmd.