26.09.1946
Efri deild: 3. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

3. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. — Allshn. hefur athugað frv. þetta og leggur til einróma, að það verði samþ.

Eins og hæstv. ráðh. tók fram, þegar hann lagði frv. fyrir d., voru þessi brbl. gefin út vegna þess, að saman féll dagur sá, sem að l. á að halda sveitarstjórnarkosningar og alþingiskosningar. Í þessu sambandi væri vert að athuga, að samkv. 1. um kosningar til sveitarstjórna og samkv. alþingiskosningal. munu dagarnir venjulega falla saman, þegar almennar kosningar fara fram án þingrofs, og því ef til vill rétt að breyta öðrum hvorum deginum til frambúðar, en n. sá þó ekki ástæðu til að gera till. um slíka breyt. nú og leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.