03.10.1946
Efri deild: 10. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í B-deild Alþingistíðinda. (155)

13. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla útlendinga o.fl.

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég vildi beina því til n., þegar hún fer að athuga þetta mál, að vel er hægt að ná því fram, sem hv. þm. Vestm. er að tala um, með því að setja inn í 2. gr. frv. ekki aðeins tímatakmarkið, heldur líka launaupphæðina. Þetta er í samræmi við skattal. okkar, að mörkin sé tvö, annars vegar tíminn og hins vegar upphæðin. Á þennan hátt má ná til manna, sem ekki dvelja hér nema stuttan tíma, en vinna sér inn upphæðir, sem eru hærri en þær, sem aðrir menn vinna sér inn á þrem mánuðum.