07.10.1946
Efri deild: 11. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (158)

13. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla útlendinga o.fl.

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Herra forseti. Ég skal aðeins láta þess getið, að eftir að 2. umr. hafði farið fram og eftir að hreyft var því máli af hv. þm. Vestm., sem hv. 1. þm. N.-M. ber nú fram brtt. við, gerði ég tilraun til þess að fá upplýsingar um, hvernig þessu mundi vera háttað í nágrannalöndunum. En ég hef því miður ekki getað fengið upplýsingar um það enn. Ég held, að það væri varfærnara af okkur að komast eftir því, hvernig slíkri skattaálagningu væri þar hagað. Gæti það ekki valdið okkur vandræðum, ef við færum langt frá þeirra venjum í þessu efni?

En af því að ég hef ekki enn getað fengið þessar upplýsingar, — skattstjórinn mun hafa skroppið úr bænum, en hann mun sennilega geta gefið upplýsingar um þetta, — þá vildi ég mælast til við hæstv. forseta, að hann taki málið nú af dagskrá.