07.10.1946
Neðri deild: 12. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

2. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. — Ég gal ekki heyrt allar umr., en ég heyrði þó ýmsar aths. við þskj. 48. Hv. þm. V.-Sk. sagði, að óviðeigandi væri að blanda handritakröfunum og fiskveiðaréttindunum saman, þótt ef til vill Danir vildu það. Danir vilja það ekki. Þvert á móti er meining Dana og Íslendinga að blanda þessu ekki saman. Annað mál er, að Íslendingar settu á fót nefnd til að fjalla um samskiptin við Dani við sambandsslit. Hún hreyfði endurheimt skjalanna, þegar umr. fóru fram, og þótti þá rétt, að þessu tvennu væri ekki blandað saman, því að niðurlagsorð till., orðin: „Þar til samningum er lokið,“ eiga ekki við lykt skjalamálsins, heldur þegar samningum er lokið um fiskveiðaréttindi. Auðvitað getur ekkí komið til mála, að þessi réttur Færeyinga standi um aldur og ævi. Þessi orð eiga algerlega við samninginn um fiskveiðaréttindi. Annars er það að segja um Færeyinga, að þeir hafa haft réttindi til fiskveiða hér við land, og væri þýðingarmikið fyrir þá, að hægt væri að fínna leið til að taka ekki þennan rétt allt í einu af þeim. Í sambandi við Dani hefur verið samið um rétt Íslendinga í Danmörku og Dana á Íslandi. Slík hugmynd hefur komið fram, að Íslendingar veittu Færeyingum takmörkuð réttindi í takmarkaðan tíma. Góð sambúð þessara tveggja þjóða byggist að verulegu leyti á því, að þessi réttur verði ekki tekinn nema smátt og smátt. Ég vildi því mæla með, að þannig leið verði fundin og þessi framlenging standi, unz örugg leið er fundin. Það munu ekki verða mikil útlát fyrir Íslendinga að veita þetta, og þótt Færeyingar gætu ekkert látið á móti, eigum við að greiða fyrir þeim, sem er stórútlátalítið fyrir okkur. Og það getur ekki orðið fordæmi fyrir aðrar þjóðir, þó að Færeyingar fengju takmörkuð réttindi hér. Ég vil því endurtaka, að þótt Færeyingar gætu ekkert látið á móti, þá er ég þessu meðmæltur.