24.09.1946
Efri deild: 2. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í B-deild Alþingistíðinda. (215)

4. mál, rannsóknarstofnun í búfjármeinafræði

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Herra forseti — Ég hef ekki á móti, að athugað sé, hvort unnt væri að tengja tilraunaráð og þessa stofnun saman, en gæta verður þess að skera stofnuninni ekki of þröngan stakk og bera það traust til manna þeirra, sem vinna við þess konar vísindastofnun, að þeir viti, hvar skórinn kreppir að, og að þeir vinni að því, sem mest þörf er á á hverjum tíma.

Ég kvíði ekki, að forstöðumenn stofnunarinnar beini áhuga sínum að öðru en því, sem nauðsynlegt er, enda mundi þá löggjafarvaldið grípa í taumana, og mundu þá starfsmenn velja þau viðfangsefni, sem mestu máli skiptu fyrir atvinnulífið og þjóðfélagið.

Það er eðlilegt, að nefndin gefi málinu fullan gaum, en setji ekki ákvæði, sem bindi stofnuninni um of fjötur um fót.