27.09.1946
Neðri deild: 5. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í B-deild Alþingistíðinda. (251)

15. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1946

Forsrh. (Ólafur Thors):

Eins og kunnugt er, á reglulegt Alþingi 1946 að koma saman í síðasta lagi 1, okt., og að þeim degi líður nú óðum. Hins vegar liggja nú mörg mál fyrir þessu þingi, sem eigi verður hægt að afgreiða fyrir þennan tíma, og því hefur mér þótt heppilegt að fara fram á, að heimild verði gefin til að fresta samkomudegi reglulegs Alþingis nú til 10. okt., og um það fjallar þetta frv. Ég hef reynt að kynna mér afstöðu þingflokkanna til þessarar frestunar, og þótt ég hafi að sjálfsögðu engar skuldbindingar eða loforð varðandi afstöðu þeirra, leyfi ég mér að vænta þess, að þetta frv. mæti ekki mótstöðu, og mælist til, að því verði vísað til 2. umr. og helzt til 3. umr. án þess að það þurfi að fara í n., ef það er rétt um afstöðu flokkanna, sem ég hef leyft mér að vona.