25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í B-deild Alþingistíðinda. (305)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Hannibal Valdimarsson:

Ég býst við, að þó að síðari hluti till. verði samþykktur og ætti þá að koma aftan við till. stj., að svo gæti farið, að hann færi illa við till. stj., þótt hann fari vel við mína till. Ef á að bera till. upp í tvennu lagi, vil ég leggja til, að síðari hlutinn orðist svo: „Alþ. felur ríkisstj. að krefjast þess“ o.s.frv. En það er að misbjóða till., ef ekki er hægt að koma þessari breyt. að, enda hefur hæstv. forseti ekki boðað þetta fyrir fram.