25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. — Ég tel að vísu óheppilegt, að þessu mikilvæga máli, sem við greiðum nú atkv. um, er blandað inn í annað mál, um það hvort við eigum að ganga í bandalag hinna sameinuðu þjóða. En þar sem greidd eru atkv. um þetta, sem ég tel nú vafasamt, að rétt hafi verið að gera, því að þetta er annað mál en það, sem er á dagskrá, Þó álít ég, að það hljóti að verða til þess að veikja málstað Íslands og veikja aðstöðu ríkisstj. í væntanlegum samningum við Bandaríkjastj. um brottför hersins, ef slík till. sem þessi er felld, og þess vegna segi ég já.

Brtt. 9, fyrri hluti, felld með 36:9 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: BK, HÁ, HV, HelgJ, IngP, JörB, PZ, PÞ, SkG. nei: BBen, BrB, EOl, EE, EmJ, FJ, GÞ, GJ, GÍG, GTh, HG, HB, HermG, IngJ, JóhH, JJós, JS, KTh, LJóh, LJós, ÓTh, PM, PO, SigfS, SB, SG, SEH, SK, SÁÓ, StgrA, ÞÞ, ÁkJ, ÁÁ, ÁS, BG, JPálm.

BÁ, GSv, HermJ, StgrSt, BSt greiddu ekki atkv.

2 þm. (JJ, StJSt) fjarstaddir.

9. þm. gerðu svofellda grein fyrir atkv.: