25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í B-deild Alþingistíðinda. (332)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Hannibal Valdimarsson:

Með tilvísun til þess, sem komið hefur fram í ræðum mínum um málið, tel ég þjóðarháska geta af því stafað, að Ísland gangist undir allar skuldbindingar bandalagssáttmálans, og enn fremur með skírskotun til þess, að sú yfirlýsing, sem hæstv. forsrh. taldi sig geta lagt fyrir þingið á fundi um það, að grg. utanrmn. mætti fylgja með inntökubeiðninni til öryggisráðsins, er ekki enn þá komin, segi ég nei.